Hæstaréttardómari tjáir sig ekki um kæru 13. október 2011 06:00 Árni Kolbeinsson „Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Tilefnið var að leita viðbragða hans við kæru á hendur honum sem borist hefur frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi til embættis ríkissaksóknara. Varðstjórinn, Svanur Kristinsson, kærir Árna fyrir rangar sakargiftir. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Svanur sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands eftir að Árni hafði kært hann fyrir afglöp í starfi. Tilefni kærunnar var að lögregla hafði ekið ölvuðum pilti, sem hafði ítrekað ónáðað lögreglumenn, af útihátíðarsvæði í Galtalæk sumarið 2010 og skilið hann eftir. Pilturinn fór heim að sumarbústað Árna og bankaði þar og sparkaði í hurðir. Árni hringdi í lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur varðstjóri var annar tveggja lögreglumanna sem það gerðu. Þessa tvo lögreglumenn kærði Árni, þar sem þeir hefðu farið frá bústaðnum án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn síðan eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Pilturinn umræddi lagði ekki fram kæru í þessu máli. Fréttavefurinn DV.is hafði eftir Árna, skömmu eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu, að hann teldi kæru Svans alveg fráleita. Árni kvaðst ekki skilja málið, enda hefði kæra hans aldrei beinst að varðstjóranum. Hann hefði aldrei haft nein samskipti við hann né hitt hann. Hins vegar hefðu tveir lögregluþjónar komið fram við sig með ákveðnum hætti sumarið 2010 og hefði hann beint kæru sinni að þeim. Eins og fram kemur að framan var Svanur Kristinsson annar þessara tveggja lögreglumanna og fór mál gegn honum fyrir dóm, þar sem Árni mætti til skýrslugjafar ásamt fleirum.- jss Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Tilefnið var að leita viðbragða hans við kæru á hendur honum sem borist hefur frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi til embættis ríkissaksóknara. Varðstjórinn, Svanur Kristinsson, kærir Árna fyrir rangar sakargiftir. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Svanur sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands eftir að Árni hafði kært hann fyrir afglöp í starfi. Tilefni kærunnar var að lögregla hafði ekið ölvuðum pilti, sem hafði ítrekað ónáðað lögreglumenn, af útihátíðarsvæði í Galtalæk sumarið 2010 og skilið hann eftir. Pilturinn fór heim að sumarbústað Árna og bankaði þar og sparkaði í hurðir. Árni hringdi í lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur varðstjóri var annar tveggja lögreglumanna sem það gerðu. Þessa tvo lögreglumenn kærði Árni, þar sem þeir hefðu farið frá bústaðnum án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn síðan eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Pilturinn umræddi lagði ekki fram kæru í þessu máli. Fréttavefurinn DV.is hafði eftir Árna, skömmu eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu, að hann teldi kæru Svans alveg fráleita. Árni kvaðst ekki skilja málið, enda hefði kæra hans aldrei beinst að varðstjóranum. Hann hefði aldrei haft nein samskipti við hann né hitt hann. Hins vegar hefðu tveir lögregluþjónar komið fram við sig með ákveðnum hætti sumarið 2010 og hefði hann beint kæru sinni að þeim. Eins og fram kemur að framan var Svanur Kristinsson annar þessara tveggja lögreglumanna og fór mál gegn honum fyrir dóm, þar sem Árni mætti til skýrslugjafar ásamt fleirum.- jss
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent