Lífeyrissjóðir láni fyrir þyrlum 11. október 2011 05:30 landhelgisgæslan Talið er að Landhelgisgæslan þarfnist fjögurra þyrlna til að tryggja fyllsta öryggi. Fréttablaðið/vilhelm Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hefur lagt til að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fé fyrir kaupum á tveimur björgunarþyrlum. Þyrlurnar yrðu síðan leigðar til Landhelgisgæslunnar í tíu ár en þá myndi ríkið eignast þyrlurnar. Guðmundur telur að lífeyrissjóðirnir, Landhelgisgæslan og landsmenn allir myndu njóta góðs af ráðahagnum. „Ég er að leggja til að farin yrði svipuð leið og menn hafa rætt um í sambandi við vegagerð. Það yrði búið til fjársýslufyrirtæki sem tæki lán hjá lífeyrissjóðunum og keypti þyrlurnar. Fyrirtækið myndi síðan lána þyrlurnar til Landhelgisgæslunnar og ríkissjóður greiða af skuldabréfinu,“ segir Guðmundur og bætir við að fara þurfi þessa leið þar sem lífeyrissjóðum er ekki heimilt að reka slíkt fyrirtæki. Landhelgisgæslan á og rekur þyrluna TF LÍF og hefur þyrluna TF GNÁ á leigu til ársins 2014. Samkvæmt útreikningum Guðmundar myndi leiga á tveimur nýjum þyrlum kosta ríkið 36,57 milljónir á mánuði en ríkið greiðir nú 24,15 milljónir fyrir eina þyrlu. Guðmundur hefur verið að kynna tillöguna um nokkra hríð og meðal annars fundið með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra um málið. Hann hafi hins vegar ekki brugðist við tillögunni.- mþl Fréttir Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hefur lagt til að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fé fyrir kaupum á tveimur björgunarþyrlum. Þyrlurnar yrðu síðan leigðar til Landhelgisgæslunnar í tíu ár en þá myndi ríkið eignast þyrlurnar. Guðmundur telur að lífeyrissjóðirnir, Landhelgisgæslan og landsmenn allir myndu njóta góðs af ráðahagnum. „Ég er að leggja til að farin yrði svipuð leið og menn hafa rætt um í sambandi við vegagerð. Það yrði búið til fjársýslufyrirtæki sem tæki lán hjá lífeyrissjóðunum og keypti þyrlurnar. Fyrirtækið myndi síðan lána þyrlurnar til Landhelgisgæslunnar og ríkissjóður greiða af skuldabréfinu,“ segir Guðmundur og bætir við að fara þurfi þessa leið þar sem lífeyrissjóðum er ekki heimilt að reka slíkt fyrirtæki. Landhelgisgæslan á og rekur þyrluna TF LÍF og hefur þyrluna TF GNÁ á leigu til ársins 2014. Samkvæmt útreikningum Guðmundar myndi leiga á tveimur nýjum þyrlum kosta ríkið 36,57 milljónir á mánuði en ríkið greiðir nú 24,15 milljónir fyrir eina þyrlu. Guðmundur hefur verið að kynna tillöguna um nokkra hríð og meðal annars fundið með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra um málið. Hann hafi hins vegar ekki brugðist við tillögunni.- mþl
Fréttir Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira