Rík krafa lögreglumanna að fá verkfallsrétt 30. september 2011 03:00 Samstaða Lögreglumenn lögðu áherslu á kröfur sínar um leiðréttingu á launakjörum með kröfugöngu að fjármálaráðuneytinu í gær.Fréttablaðið/Vilhelm Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bitlausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta og samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglumanna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervisflótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bitlausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta og samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglumanna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervisflótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent