Græna hagkerfið verður eflt 30. september 2011 05:00 Grænt hagkerfi Meðal tillagna nefndarinnar er að Ísland verði kynnt sem grænt hagkerfi fyrir kaupendum vöru og þjónustu, fjárfestum og ferðamönnum. Fréttablaðið/valli Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira
Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira