Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns 29. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv
Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira