Augljóst að bjóða bar út kaup lögreglunnar 28. september 2011 04:00 Sveinn Arason Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Sjá meira
Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent