Ríkisendurskoðandi samdi ljóð um Útey 27. september 2011 06:00 Atburðirnir höfðu mikil áhrif Sveinn Arason ríkisendurskoðandi orti ljóð sem virðingarvott til kollega sinna í Noregi.fréttblaðið/vilhelm „Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira
„Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira