Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa 17. september 2011 08:00 frá Vettvangi Konunni var gert að sæta geðrannsókn og situr í farbanni til 29. september. Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. Konan sætir farbanni, sem rennur út 29. september næstkomandi. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á lokastigi og að henni lokinni verður málið sent til ríkissaksóknara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leiddu niðurstöður DNA-rannsóknar í ljós að sveinbarnið átti blóðföður hér á landi. Faðirinn og móðirin bjuggu saman heima hjá föður hans um skeið eftir að hún kom til Íslands frá Litháen í október í fyrra, en slitu síðan samvistir. Faðir barnsins hafði ekki grun um að konan væri barnshafandi fremur en aðrir sem umgengust hana. Það var laugardaginn 2. júlí sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nýfætt andvana sveinbarn, sem komið hafði verið fyrir í plasti þar sem það var ekki fyrir sjónum manna í ruslageymslu við hótel Frón í Reykjavík. Rúmlega tvítug kona hafði skömmu áður fengið aðstoð á Landspítala vegna mikilla blæðinga. Þar töldu læknar að hún hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún segðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Hún hafði unnið sem herbergisþerna á umræddu hóteli og mun hafa fætt barnið þar. Lögregla taldi ljóst að barnið hefði verið á lífi og heilbrigt þegar það fæddist og er konan ein talin bera ábyrgð á andláti þess. - jssAthugasemd: Upphaflega hljóðaði fyrsta setning fréttarinnar svo: „Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana fætt barn sitt eftir í ruslageymslu ...“ Orðið „fætt“ hefur verið fjarlægt úr textanum, enda liggur fyrir að barnið var heilbrigt og á lífi þegar það kom í heiminn. Það var því ekki „andvana fætt“. Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. Konan sætir farbanni, sem rennur út 29. september næstkomandi. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á lokastigi og að henni lokinni verður málið sent til ríkissaksóknara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leiddu niðurstöður DNA-rannsóknar í ljós að sveinbarnið átti blóðföður hér á landi. Faðirinn og móðirin bjuggu saman heima hjá föður hans um skeið eftir að hún kom til Íslands frá Litháen í október í fyrra, en slitu síðan samvistir. Faðir barnsins hafði ekki grun um að konan væri barnshafandi fremur en aðrir sem umgengust hana. Það var laugardaginn 2. júlí sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nýfætt andvana sveinbarn, sem komið hafði verið fyrir í plasti þar sem það var ekki fyrir sjónum manna í ruslageymslu við hótel Frón í Reykjavík. Rúmlega tvítug kona hafði skömmu áður fengið aðstoð á Landspítala vegna mikilla blæðinga. Þar töldu læknar að hún hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún segðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Hún hafði unnið sem herbergisþerna á umræddu hóteli og mun hafa fætt barnið þar. Lögregla taldi ljóst að barnið hefði verið á lífi og heilbrigt þegar það fæddist og er konan ein talin bera ábyrgð á andláti þess. - jssAthugasemd: Upphaflega hljóðaði fyrsta setning fréttarinnar svo: „Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana fætt barn sitt eftir í ruslageymslu ...“ Orðið „fætt“ hefur verið fjarlægt úr textanum, enda liggur fyrir að barnið var heilbrigt og á lífi þegar það kom í heiminn. Það var því ekki „andvana fætt“.
Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira