Gefið eftir í stóru málunum 17. september 2011 07:00 Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent