Um handhafa sannleikans 16. september 2011 14:00 Úr svörtum hundi prestsins Kristín Jóhannesdóttir og Kristbjörg Kjeld leiða saman hesta sína á ný en þær unnu síðast saman í Utan gátta, eftir Sigurð Pálsson, sem var valin sýning ársins á Grímunni 2009. Mynd/Þjóðleikhúsið/EDDI Kristín Jóhannesdóttir Svartur hundur prestsins, fyrsta leikverk Auðar Övu Ólafsdóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri segir höfundinn hafa sérstæða sýn á veruleikann og lag á að bregða á hann óvenjulegu ljósi. Auður Ava Ólafsdóttir hefur sent frá sér þrjár skáldsögur við góðar undirtektir en Svartur hundur prestsins, sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu annað kvöld, er hennar fyrsta leikrit. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri lýsir leikritinu sem tragíkómísku verki þar sem rýnt sé í skilgreininguna á fjölskyldu og sannleikanum; hvar eignarhaldið á honum liggur og þá um leið á sjálfum veruleikanum Svartur hundur prestsins fjallar um ættmóður sem býður syni sínum, tveimur dætrum og tengdasyni í vöfflur og greinir frá þeim ákvörðun sem kemur öllum í opna skjöldu. Dæturnar þurfa að takast á við gerbreyttar aðstæður í samskiptum við móður sína en lenda auk þess í átökum við bróður sinn sem kominn er langt að og hefur ákveðið að gerast boðberi sannleika sem allir vilja forðast. Þetta kann að hljóma eins og uppskrift að klassísku fjölskyldudrama en að sögn Kristínar Jóhannesdóttur leikstjóra liggur fiskur undir steini. „Auður Ava er höfundur með afar sérstaka rödd, hefur skemmtilegan húmor á veruleikan og lag á að setja hlutina í óvenjulegt samhengi. Hér er farið inn í fjölskyldu, sem hæglega má skilgreina sem misvirka, til að draga upp mynd af stærra samfélagi, og undir lúrir leyndarmál. Allt er þetta klassískt í eðli sínu en aftur á móti er meðhöndlunin svo sérstæð; hvernig farið er yfir öll mörk og landamæri í hlutverkaskipan innan fjölskyldunnar og þar með samfélagsins.“ Hún segir verkið ekki bera þess nein merki um að vera frumraun höfundar. „Það tekur heila ævi að verða gott leikskáld og ég myndi segja að Auður Ava langt komin.“ Kristbjörg Kjeld leikur ættmóðurina en þær Kristín leiddu síðast saman hesta sína í Utan gátta, sem hlaut Grímuverðlaunin sem sýninging ársins 2009. „Kristbjörg er ein af okkar mestu leikkonu, ef ekki sú mesta. Það eru að minnsta kosti fáar sem standa henni jafnfætis. Fyrir leikstjóra er mjög lærdómsríkt að vinna með leikara sem býr yfir jafn mikilli reynslu og þroska og Kristbjörg.“ Kristín var lengst af kvikmyndaleikstjóri söðlaði um fyrir nokkrum árum, með góðum árangri, samanber velgengni Utangátta fyrir tveimur árum. Spurð hvort hún ætli að helga sig leikhúsinu alfarið héðan í frá segir Kristín ekkert fullt og fast í sínu lífi. „Ég vildi gjarnan ganga inn um dyr kvikmyndanna aftur en það er allt að því ofurmannlegt verkefni að safna fjármagni fyrir litla mynd, hvað þá meðalstóra eða þaðan af stærri. En mér finnst ævintýralega gaman að vinna í leikhúsi, þótt ég hafi aldrei sett stefnuna þangað.“ Með önnur hlutverk í sýningunni fara Margrét Vilhjálmsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson og Baldur Trausti Hreinsson. bergsteinn@frettabladid.is Lífið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kristín Jóhannesdóttir Svartur hundur prestsins, fyrsta leikverk Auðar Övu Ólafsdóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri segir höfundinn hafa sérstæða sýn á veruleikann og lag á að bregða á hann óvenjulegu ljósi. Auður Ava Ólafsdóttir hefur sent frá sér þrjár skáldsögur við góðar undirtektir en Svartur hundur prestsins, sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu annað kvöld, er hennar fyrsta leikrit. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri lýsir leikritinu sem tragíkómísku verki þar sem rýnt sé í skilgreininguna á fjölskyldu og sannleikanum; hvar eignarhaldið á honum liggur og þá um leið á sjálfum veruleikanum Svartur hundur prestsins fjallar um ættmóður sem býður syni sínum, tveimur dætrum og tengdasyni í vöfflur og greinir frá þeim ákvörðun sem kemur öllum í opna skjöldu. Dæturnar þurfa að takast á við gerbreyttar aðstæður í samskiptum við móður sína en lenda auk þess í átökum við bróður sinn sem kominn er langt að og hefur ákveðið að gerast boðberi sannleika sem allir vilja forðast. Þetta kann að hljóma eins og uppskrift að klassísku fjölskyldudrama en að sögn Kristínar Jóhannesdóttur leikstjóra liggur fiskur undir steini. „Auður Ava er höfundur með afar sérstaka rödd, hefur skemmtilegan húmor á veruleikan og lag á að setja hlutina í óvenjulegt samhengi. Hér er farið inn í fjölskyldu, sem hæglega má skilgreina sem misvirka, til að draga upp mynd af stærra samfélagi, og undir lúrir leyndarmál. Allt er þetta klassískt í eðli sínu en aftur á móti er meðhöndlunin svo sérstæð; hvernig farið er yfir öll mörk og landamæri í hlutverkaskipan innan fjölskyldunnar og þar með samfélagsins.“ Hún segir verkið ekki bera þess nein merki um að vera frumraun höfundar. „Það tekur heila ævi að verða gott leikskáld og ég myndi segja að Auður Ava langt komin.“ Kristbjörg Kjeld leikur ættmóðurina en þær Kristín leiddu síðast saman hesta sína í Utan gátta, sem hlaut Grímuverðlaunin sem sýninging ársins 2009. „Kristbjörg er ein af okkar mestu leikkonu, ef ekki sú mesta. Það eru að minnsta kosti fáar sem standa henni jafnfætis. Fyrir leikstjóra er mjög lærdómsríkt að vinna með leikara sem býr yfir jafn mikilli reynslu og þroska og Kristbjörg.“ Kristín var lengst af kvikmyndaleikstjóri söðlaði um fyrir nokkrum árum, með góðum árangri, samanber velgengni Utangátta fyrir tveimur árum. Spurð hvort hún ætli að helga sig leikhúsinu alfarið héðan í frá segir Kristín ekkert fullt og fast í sínu lífi. „Ég vildi gjarnan ganga inn um dyr kvikmyndanna aftur en það er allt að því ofurmannlegt verkefni að safna fjármagni fyrir litla mynd, hvað þá meðalstóra eða þaðan af stærri. En mér finnst ævintýralega gaman að vinna í leikhúsi, þótt ég hafi aldrei sett stefnuna þangað.“ Með önnur hlutverk í sýningunni fara Margrét Vilhjálmsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson og Baldur Trausti Hreinsson. bergsteinn@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira