Þingkona kærir ákvörðun til ráðuneytis 16. september 2011 06:15 Við bílinn Eygló og eiginmaður hennar hafa kært ákvörðun Umferðarstofu til innanríkisráðherra. Fréttablaðið/anton Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. Eygló biður ráðuneytið að kanna hvort löglegt sé fyrir Umferðarstofu að neita að skrá eiginmann hennar sem eiganda fjölskyldubílsins, sem var keyptur á bílaláni hjá SP fjármögnun árið 2004. Eiginmaður Eyglóar, Sigurður E. Vilhelmsson, fór fram á við Umferðarstofu 2. ágúst síðastliðinn að skráningu ökutækisins yrði breytt í samræmi við dóma Hæstaréttar. Sigurður vildi verða skráður eigandi fjölskyldubifreiðarinnar, en ekki SP fjármögnun. Umferðarstofa synjaði þessu. „Kærandi kefst þess að innanríkisráðuneytið fjalli um ákvörðun Umferðarstofu frá 11. ágúst 2011 sl. þess efnis að synja beiðni hans um að vera skráður eigandi bifreiðarinnar RT337 í ökutækjaskrá stofnunarinnar. Jafnframt er þess krafist að ráðuneytið fjalli um efnislegt lögmæti ákvörðunarinnar,“ segir í kærunni. Þá sendi Eygló efnahags- og viðskiptaráðherra skriflega fyrirspurn þess efnis hvort fjármögnunarfyrirtækin eigi ekki að telja þær bifreiðar sem þau segjast eiga, fram til skatts. Í ársreikningum fyrirtækjanna séu þær þó hvergi skráðar sem eign, heldur eru þær skráðar sem eign í skattframtölum lánþega. Eygló spyr ráðherra meðal annars hvort slíkt samræmist lögum. „Efnahags- og viðskiptaráðherra fer yfir þetta og ég vænti þess að hann komi fram með afstöðu í þessu máli. Hann getur ekki hlaupist undan því,“ segir Eygló og vísar í dóma Hæstaréttar þar um. „Ég tel að við eigum bílana okkar.“ - sv Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. Eygló biður ráðuneytið að kanna hvort löglegt sé fyrir Umferðarstofu að neita að skrá eiginmann hennar sem eiganda fjölskyldubílsins, sem var keyptur á bílaláni hjá SP fjármögnun árið 2004. Eiginmaður Eyglóar, Sigurður E. Vilhelmsson, fór fram á við Umferðarstofu 2. ágúst síðastliðinn að skráningu ökutækisins yrði breytt í samræmi við dóma Hæstaréttar. Sigurður vildi verða skráður eigandi fjölskyldubifreiðarinnar, en ekki SP fjármögnun. Umferðarstofa synjaði þessu. „Kærandi kefst þess að innanríkisráðuneytið fjalli um ákvörðun Umferðarstofu frá 11. ágúst 2011 sl. þess efnis að synja beiðni hans um að vera skráður eigandi bifreiðarinnar RT337 í ökutækjaskrá stofnunarinnar. Jafnframt er þess krafist að ráðuneytið fjalli um efnislegt lögmæti ákvörðunarinnar,“ segir í kærunni. Þá sendi Eygló efnahags- og viðskiptaráðherra skriflega fyrirspurn þess efnis hvort fjármögnunarfyrirtækin eigi ekki að telja þær bifreiðar sem þau segjast eiga, fram til skatts. Í ársreikningum fyrirtækjanna séu þær þó hvergi skráðar sem eign, heldur eru þær skráðar sem eign í skattframtölum lánþega. Eygló spyr ráðherra meðal annars hvort slíkt samræmist lögum. „Efnahags- og viðskiptaráðherra fer yfir þetta og ég vænti þess að hann komi fram með afstöðu í þessu máli. Hann getur ekki hlaupist undan því,“ segir Eygló og vísar í dóma Hæstaréttar þar um. „Ég tel að við eigum bílana okkar.“ - sv
Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira