Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar 16. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb
Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira