Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi 15. september 2011 02:30 Guðbjartur Hannesson Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira