Nýtt athvarf fyrir fólk á leið úr vændi 3. september 2011 08:30 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Framkvæmdastýra athvarfsins segir að mikil eftirspurn sé eftir vændi á Íslandi og nauðsynlegt sé að opna umræðuna. fréttablaðið/vilhelm Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira