Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri 2. september 2011 03:00 Íslandsbanka í gær Málstofan í gær var hluti af fundaröð sem VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur staðið fyrir.Fréttablaðið/GVA Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent