Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða 1. september 2011 07:00 Alls var sótt um niðurfærslu rúmlega 13.400 lána á grundvelli 110% leiðarinnar.Fréttablaðið/vilhelm Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira