Heildarkostnaður um 40 milljarðar króna 31. ágúst 2011 04:15 Lóð Nýs Landspítala verður vel tengd við stígakerfi Reykjavíkur og almenningssamgöngur. Áhersla verður lögð á að efla sjálfbæran samgöngumáta í nágrenni spítalans.mynd/nlsh Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulagið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar-hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar nýs Landspítala, segir áætlaðan kostnað við bygginguna vera um 40 milljarða króna. „Lífeyrissjóðirnir munu fjármagna þetta að fullu,“ segir Gunnar. „Ríkið eignast spítalann á 30 til 40 árum og kaupir þetta á hrakvirði til baka.“ Happdrætti Háskólans fjármagnar heilbrigðisvísindasvið Háskólans sem er um 10 prósent af heildinni, að sögn Gunnars. Það gerir á bilinu þrjá til fjóra milljarða króna. Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Ætlunin með nýja spítalanum er meðal annars að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Nýja byggðin á að rísa að mestu á suðurhluta lóðarinnar og innihalda meðal annars meðferðar- og bráðakjarna, sjúkrahótel og húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Deiliskipulagssvæðið er í heild um 15 hektarar og afmarkast af umferðargötum á alla vegu. Byggingarmagn á Landspítalalóðinni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar og í fyrsta áfanga, sem á að vera lokið árið 2017, er miðað við 95 þúsund fermetra í nýbyggingum. „Byggingar Landspítala eru gamlar og henta illa nútímalegum sjúkrahúsrekstri,“ er haft eftir Björn Zoëga í tilkynningu frá Landspítalanum. „Sameining á einn stað og sveigjanleiki nýbygginga í breytilegu umhverfi spítala í stöðugri framþróun mun stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri Landspítala.“ Á næstu dögum mun forkynning á drögum að deiliskipulagi standa yfir. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddarmyndum verða til sýnis í Háskóla Íslands og verða sérfræðingar á staðnum til að svara fyrirspurnum almennings. Einnig verða upplýsingar aðgengilegar á heimasíðunni www.nyrlandspitali.is og www.reykjavik.is frá 1. september til 1. október næstkomandi. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulagið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar-hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar nýs Landspítala, segir áætlaðan kostnað við bygginguna vera um 40 milljarða króna. „Lífeyrissjóðirnir munu fjármagna þetta að fullu,“ segir Gunnar. „Ríkið eignast spítalann á 30 til 40 árum og kaupir þetta á hrakvirði til baka.“ Happdrætti Háskólans fjármagnar heilbrigðisvísindasvið Háskólans sem er um 10 prósent af heildinni, að sögn Gunnars. Það gerir á bilinu þrjá til fjóra milljarða króna. Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Ætlunin með nýja spítalanum er meðal annars að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Nýja byggðin á að rísa að mestu á suðurhluta lóðarinnar og innihalda meðal annars meðferðar- og bráðakjarna, sjúkrahótel og húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Deiliskipulagssvæðið er í heild um 15 hektarar og afmarkast af umferðargötum á alla vegu. Byggingarmagn á Landspítalalóðinni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar og í fyrsta áfanga, sem á að vera lokið árið 2017, er miðað við 95 þúsund fermetra í nýbyggingum. „Byggingar Landspítala eru gamlar og henta illa nútímalegum sjúkrahúsrekstri,“ er haft eftir Björn Zoëga í tilkynningu frá Landspítalanum. „Sameining á einn stað og sveigjanleiki nýbygginga í breytilegu umhverfi spítala í stöðugri framþróun mun stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri Landspítala.“ Á næstu dögum mun forkynning á drögum að deiliskipulagi standa yfir. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddarmyndum verða til sýnis í Háskóla Íslands og verða sérfræðingar á staðnum til að svara fyrirspurnum almennings. Einnig verða upplýsingar aðgengilegar á heimasíðunni www.nyrlandspitali.is og www.reykjavik.is frá 1. september til 1. október næstkomandi. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira