Á hjólastólnum inn í bíl og ekið af stað 29. ágúst 2011 06:00 Farið á rúntinn Það er mikið frelsi fyrir Hallgrím að þurfa ekki að niðurnegla tilveruna í tímatöflu með aðstoðarmanni og bílstjóra en geta sjálfur farið inn í bíl og brunað til Skagafjarðar þegar sú ramma taug togar í.fréttablaðið/valli Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn. Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn.
Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira