Á hjólastólnum inn í bíl og ekið af stað 29. ágúst 2011 06:00 Farið á rúntinn Það er mikið frelsi fyrir Hallgrím að þurfa ekki að niðurnegla tilveruna í tímatöflu með aðstoðarmanni og bílstjóra en geta sjálfur farið inn í bíl og brunað til Skagafjarðar þegar sú ramma taug togar í.fréttablaðið/valli Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn. Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Bílstjórastæðið Farþega leist ekki á blikuna fyrst er hann kom inn í bílinn. Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri. Eins og gefur að skilja var því ekki farið á neinum venjulegum bíl en honum hefur verið umbreytt, allt eftir þörfum Hallgríms. Þetta er forláta skutbíll og nokkrum metrum fyrir aftan hann ýtir Hallgrímur á hnapp á fjarstýringu svo að skuturinn opnast og lyftu er slakað niður. Þannig fer hann inn í bílinn og ekur hjólastólnum að bílstjórastæðinu. Ekkert eiginlegt stýri er á bílnum heldur stýrispinni. Til að gefa í er pinnanum ýtt aftur en til að hemla er honum ýtt fram. „Ég hef tekið vel eftir því þegar ég er stopp á rauðu ljósi að samferðafólkið glápir inn í bílinn og finnst þetta greinilega undarlegt," segir Hallgrímur kíminn. „Það áttar sig ekki á því að það eru fleiri speglar á þessum bíl en gengur og gerist svo ég get fylgst með fólkinu án þess að það taki eftir, það skilur því ekkert í því þegar það sér mig brosa að öllu saman." Hallgrímur tók ökupróf árið 2003 og segist ekki hafa tekið fleiri ökutíma en gengur og gerist. „Ökukennarinn vissi náttúrlega í fyrstu ekkert hvernig búnaðnum í þessum bíl er háttað en hann varð bara að treysta mér, reyndar var hann með bremsu og olíugjöf sín megin ef hann vildi grípa inn í." Hallgrímur vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg en það var einmitt fyrir áhuga hans á tækni sem hann komst á snoðir um svona bíla sem sniðnir eru að þörfum fatlaðra. „Svo kemst ég að því að það var fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í því að breyta bílum í þessum tilgangi svo við tókum okkur til nokkrir félagar og fórum til Bandaríkjanna til að kynna okkur þetta nánar, gerðum reyndar víðreist í leiðinni þar ytra með eftirminnilegum hætti. Ég tók upp og klippti til myndband fyrir hjálpartækjamiðstöðina og eftir það fóru hjólin að rúlla." Hallgrímur átti reyndar bíl áður en þá varð hann alltaf að fá einhvern til að keyra sig. „Þetta er ótrúlegt frelsi að eiga bíl sem gerir mér kleift að aka sjálfur. Nú er ég engum háður, get bara brugðið mér upp í bíl og er síðan bara mættur í hlaðið hjá mínu fólki í Skagafirðinum, ekki hefði mig grunað það hér áður að ég ætti eftir að búa við slíkt frelsi." jse@frettabladid.isInn í bíl Svona fer Hallgrímur hjálparlaust inn í bílinn.
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent