Lög leyfi nafnlausar ábendingar á netinu 26. ágúst 2011 04:00 Alþingi Forstjóri Vinnumálastofnunar vill að velferðarráðuneytið beiti sér fyrir því að löggjafinn tryggi ótvíræða heimild til að taka áfram við nafnlausum ábendingum á netinu um bótasvik.Fréttablaðið/Pjetur Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson Fréttir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson
Fréttir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira