Merki þess að ástin þrautir vinnur allar 25. ágúst 2011 07:00 Stoltir foreldrar með erfingjann Drengurinn hefur verið nefndur Adam Ástráður. Hann þykir líkur báðum foreldrum sínum. fréttablaðið/stefán „Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira