Gagnrýnir kaup á eignum Ísaksskóla 25. ágúst 2011 06:00 ísaksskóli Borgin hefur keypt húseignir Ísaksskóla á 184 milljónir króna. Skólinn hefur síðan forkaupsrétt á eignunum.fréttablaðið/vilhelm sóley tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er gengið í menntamálum hjá Reykjavíkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístundastarf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um sameiningu skóla á hún að skila 150 milljónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparnaði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, samkvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaksskóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgarinnar gagnvart börnunum í skólanum tryggða með þessari ráðstöfun og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt bankalán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðisflokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignunum. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta tryggir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.isdagur b. eggertssonhanna birna kristjánsdóttir Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
sóley tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er gengið í menntamálum hjá Reykjavíkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístundastarf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um sameiningu skóla á hún að skila 150 milljónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparnaði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, samkvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaksskóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgarinnar gagnvart börnunum í skólanum tryggða með þessari ráðstöfun og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt bankalán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðisflokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignunum. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta tryggir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.isdagur b. eggertssonhanna birna kristjánsdóttir
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent