Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga 25. ágúst 2011 04:45 Fiskveiðar Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða er nú hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, en stefnt er að því að það verði að lögum á haustþingi.Fréttablaðið/GVA Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir. Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir.
Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00
Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00