Endanleg ákvörðun eftir áralangt þjark 24. ágúst 2011 06:00 hólmsheiði Ríkið á lóð á Hólmsheiði þar sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að nýtt fangelsi verði byggt. „Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira