Lokkar hrefnuna af leið 24. ágúst 2011 06:00 Myndin er úr safni. Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár. Mikið liggur við að finna hrefnuna, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna, því eftirspurnin eftir hrefnukjöti er mikil hér á landi. „Við höfum séð þegar við opnun hrefnuna að hún er full af makríl,“ útskýrir Gunnar. „Og eins og við vitum þá er makríllinn á mikilli hreyfingu og hrefnan virðist vera að elta hann sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hana.“ Áður var á vísan að róa á Faxaflóa en nú ætla hrefnuveiðimenn að leita hrefnunnar á Breiðafirði. Magnús Gunnþórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu, segist oft hafa ratað á hrefnuna en hún sé á mikilli hreyfingu. Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri Kaupáss, segir hrefnukjötið seljast í tonnavís í verslunum fyrirtækisins. Hann segir það hafa fest sig í sessi sem úrvals grillkjöt. „Það sést best á því að ef við tökum aðeins einstaka vöruliði hjá okkur í grillmat þá er marineraða hrefnukjötið vinsælasti vöruliðurinn,“ segir hann. „Inni í því er ekki salan á hrefnukjöti sem við erum með í kjötborðinu hjá okkur.“ Hrefnukjötið hefur einnig selst vel á veitingastöðum að sögn Gunnars. Elísabet Jean Skúladóttir, rekstrarstjóri Sægreifans, segir að á síðustu þremur árum hafi salan á hrefnukjöti nær þrefaldast. „Það eru mest erlendir ferðamenn sem fá sér hrefnukjöt en þó hef ég tekið eftir því að í sumar fór það líka að færast í aukana hjá Íslendingum,“ segir hún. Hún segir enn fremur að það sé mikið um að fólk komi úr hvalaskoðun og fái sér hrefnukjöt. - jse Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár. Mikið liggur við að finna hrefnuna, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna, því eftirspurnin eftir hrefnukjöti er mikil hér á landi. „Við höfum séð þegar við opnun hrefnuna að hún er full af makríl,“ útskýrir Gunnar. „Og eins og við vitum þá er makríllinn á mikilli hreyfingu og hrefnan virðist vera að elta hann sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hana.“ Áður var á vísan að róa á Faxaflóa en nú ætla hrefnuveiðimenn að leita hrefnunnar á Breiðafirði. Magnús Gunnþórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu, segist oft hafa ratað á hrefnuna en hún sé á mikilli hreyfingu. Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri Kaupáss, segir hrefnukjötið seljast í tonnavís í verslunum fyrirtækisins. Hann segir það hafa fest sig í sessi sem úrvals grillkjöt. „Það sést best á því að ef við tökum aðeins einstaka vöruliði hjá okkur í grillmat þá er marineraða hrefnukjötið vinsælasti vöruliðurinn,“ segir hann. „Inni í því er ekki salan á hrefnukjöti sem við erum með í kjötborðinu hjá okkur.“ Hrefnukjötið hefur einnig selst vel á veitingastöðum að sögn Gunnars. Elísabet Jean Skúladóttir, rekstrarstjóri Sægreifans, segir að á síðustu þremur árum hafi salan á hrefnukjöti nær þrefaldast. „Það eru mest erlendir ferðamenn sem fá sér hrefnukjöt en þó hef ég tekið eftir því að í sumar fór það líka að færast í aukana hjá Íslendingum,“ segir hún. Hún segir enn fremur að það sé mikið um að fólk komi úr hvalaskoðun og fái sér hrefnukjöt. - jse
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent