Íslam hefur hjálpað íslenskum þegnum 23. ágúst 2011 06:00 VIð tökur í Reykjavík Hér sést Fathi Jouadi við töku í miðbæ Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og kannar hvernig trúbræðrum hans reiðir af á hinum megin á hnettinum.fréttablaðið/daníel Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent