Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann 20. ágúst 2011 09:00 Fá ekki að hitta Jóhönnu Craig Murray og Darryl Brown, Frostrósa-aðdáendurnir, fá ekki að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur ef marka má aðstoðarmann hennar. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir marga samkynhneigða vera óánægða með hversu lítinn þátt forsætisráðherra hafi tekið í réttindabaráttunni eftir að hún tók við sínu embætti. „Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira