Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð 20. ágúst 2011 02:30 „Hvaðefsaga“ lesin Meðferðin er talin virka afar vel og segir skipuleggjandi hennar að aðstandendur finni mikinn mun á sínum hjartfólgnu.fréttablaðið/gva „Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira