Íslenskir hönnuðir flykkjast á tískuvikuna í Köben 4. ágúst 2011 11:00 Bergþóra og Jóel eru stödd með sumarlínu Farmers Market fyrir árið 2012 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Fréttablaðið/GVA „Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaupmannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaupmannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningarhöllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verðskuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. -áp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaupmannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaupmannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningarhöllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verðskuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. -áp
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira