Svörtu sauðirnir ætla að verða dýrkeyptir 16. júlí 2011 05:00 hrossabændur Verða gerðir starfsleyfisskyldir verði nýtt frumvarp sjávar- og landbúnaðarráðherra um dýravelferð að lögum. Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira