Einkaneysla hefur aukist undanfarið 15. júlí 2011 04:00 Jón Bjarki Bentsson Kringlan Aukning einkaneyslu bendir til þess að hagvöxtur hafi aukist síðustu mánuði.Fréttablaðið/anton EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. „Við byggjum þetta mat á þróun kortaveltu. Það hefur sýnt sig að það er býsna sterkt og stöðugt samband á milli raunþróunar kortaveltu og einkaneyslu. Kortaveltan hefur aukist verulega síðustu mánuði og okkur þykir einsýnt að það sé ávísun á verulegan vöxt einkaneyslunnar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Seðlabankinn birti nýverið tölur um kreditkortaveltu í júní. Þær leiddu í ljós tæplega 6 prósenta aukningu að raungildi milli ára. Samantekin raunaukning kreditkortaveltu og innlendrar debetkortaveltu þykir gefa góða mynd af þróun einkaneyslu. Sé litið á báðar stærðir fæst sú niðurstaða því að einkaneysla hafi aukist um 5 til 7 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Sé þetta mat Greiningar Íslandsbanka rétt er það hraðasta aukning einkaneyslu frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst einkaneysla um 1,5 prósent borið saman við sama tímabil í fyrra. Því benda ofangreindar tölur til þess að vöxtur einkaneyslu á fyrri helmingi ársins hafi verið á bilinu 3 til 4 prósent. Einkaneysla er einn þáttur landsframleiðslu og því vaknar sú spurning hvort sama þróun sé að eiga sér stað með hagvöxt. „Við höfum ekki eins góðar vísbendingar um þróun annarra hluta landsframleiðslunnar. Við teljum okkur þó hafa nasasjón af því hvað er að henda þá. Við til dæmis vitum að innflutningur er að vaxa heldur hraðar en útflutningur sem dregur úr hagvexti. Á hinn bóginn er fjárfesting væntanlega að vaxa. Því bendir flest til þess að hagvöxtur verði töluverður á öðrum ársfjórðungi,“ segir Jón Bjarki og bætir því við að vonandi smiti vaxandi einkaneysla út frá sér í aðra atvinnuvegi. „Hins vegar mætti hagvöxturinn vera í ríkari mæli grundvallaður á auknum útflutningi og fjárfestingu. Það má segja að það sé til lengri tíma litið sjálfbærari vöxtur,“ segir Jón Bjarki að lokum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Kringlan Aukning einkaneyslu bendir til þess að hagvöxtur hafi aukist síðustu mánuði.Fréttablaðið/anton EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. „Við byggjum þetta mat á þróun kortaveltu. Það hefur sýnt sig að það er býsna sterkt og stöðugt samband á milli raunþróunar kortaveltu og einkaneyslu. Kortaveltan hefur aukist verulega síðustu mánuði og okkur þykir einsýnt að það sé ávísun á verulegan vöxt einkaneyslunnar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Seðlabankinn birti nýverið tölur um kreditkortaveltu í júní. Þær leiddu í ljós tæplega 6 prósenta aukningu að raungildi milli ára. Samantekin raunaukning kreditkortaveltu og innlendrar debetkortaveltu þykir gefa góða mynd af þróun einkaneyslu. Sé litið á báðar stærðir fæst sú niðurstaða því að einkaneysla hafi aukist um 5 til 7 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Sé þetta mat Greiningar Íslandsbanka rétt er það hraðasta aukning einkaneyslu frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst einkaneysla um 1,5 prósent borið saman við sama tímabil í fyrra. Því benda ofangreindar tölur til þess að vöxtur einkaneyslu á fyrri helmingi ársins hafi verið á bilinu 3 til 4 prósent. Einkaneysla er einn þáttur landsframleiðslu og því vaknar sú spurning hvort sama þróun sé að eiga sér stað með hagvöxt. „Við höfum ekki eins góðar vísbendingar um þróun annarra hluta landsframleiðslunnar. Við teljum okkur þó hafa nasasjón af því hvað er að henda þá. Við til dæmis vitum að innflutningur er að vaxa heldur hraðar en útflutningur sem dregur úr hagvexti. Á hinn bóginn er fjárfesting væntanlega að vaxa. Því bendir flest til þess að hagvöxtur verði töluverður á öðrum ársfjórðungi,“ segir Jón Bjarki og bætir því við að vonandi smiti vaxandi einkaneysla út frá sér í aðra atvinnuvegi. „Hins vegar mætti hagvöxturinn vera í ríkari mæli grundvallaður á auknum útflutningi og fjárfestingu. Það má segja að það sé til lengri tíma litið sjálfbærari vöxtur,“ segir Jón Bjarki að lokum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent