Bara holl samkeppni 8. júlí 2011 14:00 Lína Sigrúnar Höllu "Belong Together“ samanstendur af jökkum og töskum en einnig af skóm hönnuðum í samvinnu við danska skómerkið Ecco. Sigrún notar austfirskt hreindýraleður í jakkana og töskurnar. Mynd/Jacob Tjellesen „Nei, við erum ekki samlokutýpur, en við við höfum alltaf verið óhræddar við að leita ráða hvor hjá annarri," segja þær Agla Stefánsdóttir og Sigrún Unnarsdóttir, fatahönnuðir og tveir fjögurra Íslendinga sem luku Mastersnámi við Designskolen í Kolding nú í vor. Spurðar hvort samkeppni hafi kannski verið á milli þeirra tveggja í náminu svara þær létt að seint verði komist hjá samkeppni í tískubransanum. „Við virðum skoðanir hvor annarrar og milli okkar bekkjarsystranna allra er einungis holl samkeppni, það er betra fyrir heildina ef öllum gengur vel. Við erum allar með mismunandi stíl og áherslur en hjá okkur tveim er húmorinn aldrei langt undan og báðar erum við gjarnar á að segja sögur í gegnum flíkurnar. Ferlið er því alltaf jafn spennandi og útkoman." Að útskriftarsýningu skólans í Kolding lokinni taka við spennandi verkefni hjá þeim báðum, meðal annars á Copenhagen Fashionweek. Sigrún Halla hefur auk þess verið valin til að taka þátt í Designers Nest, samkeppni fatahönnunarnema á Norðurlöndunum og í ágúst er von á þeim báðum heim á Fljótsdalshérað þar sem þær taka þátt í verkefninu Norðaustan10, vöruþróunarverkefni á vegum sveitarfélagsins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. En verða þær þá alkomnar heim? „Sigrún flytur heim á klakann, tilbúin að takast á við að koma efnahagnum aftur á réttan kjöl en ég flyt til Kaupmannahafnar til að halda Dönunum við efnið," segir Agla. heida@frettabladid.is Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Nei, við erum ekki samlokutýpur, en við við höfum alltaf verið óhræddar við að leita ráða hvor hjá annarri," segja þær Agla Stefánsdóttir og Sigrún Unnarsdóttir, fatahönnuðir og tveir fjögurra Íslendinga sem luku Mastersnámi við Designskolen í Kolding nú í vor. Spurðar hvort samkeppni hafi kannski verið á milli þeirra tveggja í náminu svara þær létt að seint verði komist hjá samkeppni í tískubransanum. „Við virðum skoðanir hvor annarrar og milli okkar bekkjarsystranna allra er einungis holl samkeppni, það er betra fyrir heildina ef öllum gengur vel. Við erum allar með mismunandi stíl og áherslur en hjá okkur tveim er húmorinn aldrei langt undan og báðar erum við gjarnar á að segja sögur í gegnum flíkurnar. Ferlið er því alltaf jafn spennandi og útkoman." Að útskriftarsýningu skólans í Kolding lokinni taka við spennandi verkefni hjá þeim báðum, meðal annars á Copenhagen Fashionweek. Sigrún Halla hefur auk þess verið valin til að taka þátt í Designers Nest, samkeppni fatahönnunarnema á Norðurlöndunum og í ágúst er von á þeim báðum heim á Fljótsdalshérað þar sem þær taka þátt í verkefninu Norðaustan10, vöruþróunarverkefni á vegum sveitarfélagsins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. En verða þær þá alkomnar heim? „Sigrún flytur heim á klakann, tilbúin að takast á við að koma efnahagnum aftur á réttan kjöl en ég flyt til Kaupmannahafnar til að halda Dönunum við efnið," segir Agla. heida@frettabladid.is
Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira