Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims 7. júlí 2011 13:30 Þórunn Árnadóttir hannaði kjól með QR-kóðum fyrir Svölu í Steed Lord. Fréttablaðið/Stefán Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safninu í London, sem er eitt stærsta hönnunar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýningunni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal annars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skilaboð um einstaklinginn," segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu samhengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistarmyndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélagsmiðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dugleg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta," segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum." Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóllinn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður samansafn af hönnun eftir fræga hönnuði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútímanum," útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verður á plakati og útprentuðu efni fyrir sýninguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna." martaf@frettabladid.is Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safninu í London, sem er eitt stærsta hönnunar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýningunni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal annars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skilaboð um einstaklinginn," segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu samhengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistarmyndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélagsmiðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dugleg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta," segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum." Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóllinn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður samansafn af hönnun eftir fræga hönnuði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútímanum," útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verður á plakati og útprentuðu efni fyrir sýninguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna." martaf@frettabladid.is
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira