Köflótt undir kleinurnar 5. júlí 2011 16:00 Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður sýnir nýja línu kökudiska á fæti í Kraumi. Fréttablaðið/Valli Rósótt og köflótt er heiti sýningar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leirkerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til húsfreyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvennamenninguna í kringum bakkelsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnallþórur," segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska." Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúknum og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi," útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbótar við kökudiskana." Önnur áhugaverð keramiksýning er einnig í Kraumi en sjö nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa stillt upp munum sem unnir voru fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. Vörurnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nemendur fengu í framhaldinu starfsnámssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Myndlistaskólans til 17. júlí. heida@frettabladid.is Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Rósótt og köflótt er heiti sýningar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leirkerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til húsfreyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvennamenninguna í kringum bakkelsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnallþórur," segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska." Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúknum og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi," útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbótar við kökudiskana." Önnur áhugaverð keramiksýning er einnig í Kraumi en sjö nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa stillt upp munum sem unnir voru fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. Vörurnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nemendur fengu í framhaldinu starfsnámssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Myndlistaskólans til 17. júlí. heida@frettabladid.is
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira