Köflótt undir kleinurnar 5. júlí 2011 16:00 Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður sýnir nýja línu kökudiska á fæti í Kraumi. Fréttablaðið/Valli Rósótt og köflótt er heiti sýningar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leirkerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til húsfreyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvennamenninguna í kringum bakkelsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnallþórur," segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska." Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúknum og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi," útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbótar við kökudiskana." Önnur áhugaverð keramiksýning er einnig í Kraumi en sjö nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa stillt upp munum sem unnir voru fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. Vörurnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nemendur fengu í framhaldinu starfsnámssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Myndlistaskólans til 17. júlí. heida@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Rósótt og köflótt er heiti sýningar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leirkerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til húsfreyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvennamenninguna í kringum bakkelsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnallþórur," segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska." Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúknum og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi," útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbótar við kökudiskana." Önnur áhugaverð keramiksýning er einnig í Kraumi en sjö nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa stillt upp munum sem unnir voru fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. Vörurnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nemendur fengu í framhaldinu starfsnámssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Myndlistaskólans til 17. júlí. heida@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira