Segir enga þöggun um landnámskenningar 21. júní 2011 06:15 Gunnar karlsson Mynd / GVA Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira