Kaupendur hanna fötin 27. júní 2011 21:00 Bræðurnir Sigurður og Leifur Árnasynir hafa stofnað fyrirtækið Arnasons.com sem býður upp á fríar heima- og fyrirtækjakynningar í sumar. Fréttablaðið/Haraldur „Viðtökurnar eru frábærar," segir Sigurður Árnason sem stofnaði á dögunum fyrirtækið Arnasons.com með bróður sínum Leifi Árnasyni. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi að sögn Sigurðar. Það heldur úti heimasíðunni www.arnasons.com þar sem hægt er að panta sérsaumuð jakkaföt á karlmenn og dragtir fyrir konur. Fötin eru sniðin eftir máli hvers og eins og saumuð úr ítölsku hágæðaefni. Sigurður segir að viðskiptavinir muni hanna föt sín sjálfir. „Við byrjum á að spyrja fólk hvernig jakkaföt það vill," útskýrir Sigurður og bætir við að eftir að viðskiptavinurinn hefur valið tegund jakkafatanna séu nánari smáatriði skoðuð. „Þá spyrjum við hversu margar tölur eigi að vera á jakkafötunum, hvort setja eigi vasa á fötin og hvernig kraginn eigi að vera. Svo velur fólk efni eftir að það hefur skoðað sýnishorn. Að lokum er fólk mælt." Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði í samræðum þeirra bræðra um jakkaföt. „Leifur bróðir minn var að klára master í frumkvöðlafræði í Kaupmannahöfn og ég bjó í London og var í jakkafötum alla daga," upplýsir Sigurður sem segir að þeir hafi rætt hversu dýrt væri að kaupa jakkaföt á þá tvo. „Við ákváðum þess vegna að byrja að láta sauma föt á okkur í Asíu. Þannig þróaðist þetta." Sigurður segir að markhópur fyrirtækisins séu karlmenn á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára þótt einnig sé boðið upp á dragtir fyrir konur. „Við miðum á karlmenn sem hafa mikla skoðun á fötum og eru meðvitaðir um tískuna," segir Sigurður en einnig er horft til karlmanna sem passa ekki í venjulegar stærðir. Fyrirtækið hóf starfsemi á Íslandi í maí en útrás til Skandinavíu og Englands er á prjónunum. „Ég er búinn að fara tvisvar til London og í bæði skiptin fékk ég fullt af pöntunum," segir Sigurður en stílistar verða ráðnir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og London sem taka mál af viðskiptavinunum. martaf@frettabladid.is Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Viðtökurnar eru frábærar," segir Sigurður Árnason sem stofnaði á dögunum fyrirtækið Arnasons.com með bróður sínum Leifi Árnasyni. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi að sögn Sigurðar. Það heldur úti heimasíðunni www.arnasons.com þar sem hægt er að panta sérsaumuð jakkaföt á karlmenn og dragtir fyrir konur. Fötin eru sniðin eftir máli hvers og eins og saumuð úr ítölsku hágæðaefni. Sigurður segir að viðskiptavinir muni hanna föt sín sjálfir. „Við byrjum á að spyrja fólk hvernig jakkaföt það vill," útskýrir Sigurður og bætir við að eftir að viðskiptavinurinn hefur valið tegund jakkafatanna séu nánari smáatriði skoðuð. „Þá spyrjum við hversu margar tölur eigi að vera á jakkafötunum, hvort setja eigi vasa á fötin og hvernig kraginn eigi að vera. Svo velur fólk efni eftir að það hefur skoðað sýnishorn. Að lokum er fólk mælt." Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði í samræðum þeirra bræðra um jakkaföt. „Leifur bróðir minn var að klára master í frumkvöðlafræði í Kaupmannahöfn og ég bjó í London og var í jakkafötum alla daga," upplýsir Sigurður sem segir að þeir hafi rætt hversu dýrt væri að kaupa jakkaföt á þá tvo. „Við ákváðum þess vegna að byrja að láta sauma föt á okkur í Asíu. Þannig þróaðist þetta." Sigurður segir að markhópur fyrirtækisins séu karlmenn á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára þótt einnig sé boðið upp á dragtir fyrir konur. „Við miðum á karlmenn sem hafa mikla skoðun á fötum og eru meðvitaðir um tískuna," segir Sigurður en einnig er horft til karlmanna sem passa ekki í venjulegar stærðir. Fyrirtækið hóf starfsemi á Íslandi í maí en útrás til Skandinavíu og Englands er á prjónunum. „Ég er búinn að fara tvisvar til London og í bæði skiptin fékk ég fullt af pöntunum," segir Sigurður en stílistar verða ráðnir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og London sem taka mál af viðskiptavinunum. martaf@frettabladid.is
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira