66° í New York: Allsherjar landkynning 28. janúar 2011 18:00 Eins og sjá má af myndunum heppnaðist sýningin prýðilega. „Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman," segir Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrarlína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörgum frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna.„Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað," segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birtast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrinum vel búinn og flottur til fara, í hátískufatnaði frá 66°Norður," segir Helga. Fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland úr raunveruleikaþættinum Holly's World, og stórir endursöluaðilar.Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veitingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning," bendir Helga á og segir stefnt að því að endurtaka leikinn að ári. roald@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman," segir Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrarlína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörgum frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna.„Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað," segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birtast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrinum vel búinn og flottur til fara, í hátískufatnaði frá 66°Norður," segir Helga. Fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland úr raunveruleikaþættinum Holly's World, og stórir endursöluaðilar.Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veitingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning," bendir Helga á og segir stefnt að því að endurtaka leikinn að ári. roald@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira