Díoxínrannsókn svæfð af ráðuneytinu 14. maí 2011 09:00 mengunarvaldur Strax árið 1997 var rætt um að kanna díoxínmengun í umhverfinu. Sú könnun stendur nú yfir vegna Funamálsins. Nordicphotos/AFP Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur, sem birt var í vikunni, kemur fram að á árunum fyrir 2000 hófst mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að meta mengun af völdum díoxíns í íslenskri náttúru. Sumarið 1997 óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð frá Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, um hugsanlega díoxínmengun frá málmbrennslum á Íslandi. Ástæðan var skýrsla um mælingar á mengun á norðurheimsskautssvæðinu þar sem látið var að því liggja að díoxínmengun þar gæti átt uppruna sinn að rekja hingað til Íslands. Hollustuvernd taldi ekki ástæðu til að ætla að svo væri en hins vegar væri full ástæða til víðtækrar úttektar á menguninni frá íslenskum fyrirtækjum. Voru þar sorpbrennslur tilgreindar sem helsti mengunarvaldurinn. Ráðuneytið óskaði eftir tillögum frá Hollustuvernd um úttekt og kostnaðaráætlun. Hann var metinn fimmtán milljónir fyrir mælingar á landi, sjó og í lofti fyrir allt landið. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, segir ljóst að stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að ganga úr skugga um hversu mikil díoxínmengunin væri frá sorpbrennslunum. „Kostnaðurinn við það er ekki svo mikill að hann geti talist fyrirstaða. Ef það hefði verið gert fyrir árið 2000, þegar slík rannsókn á landsvísu var mest til umræðu, hefði það getað breytt áherslum umhverfisyfirvalda. Það kemur hins vegar fyrst í ljós árið 2011 hvort við sluppum fyrir horn eða hvort við þurfum að taka okkur verulega á og endurskoða þessa hluti frá grunni." Samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum lognaðist umræða um nauðsyn díoxínmælinga út af á aldamótaárinu. Þess í stað lögðu umhverfisyfirvöld ofuráherslu á að sækja um undanþágu frá tilskipun ESB um sorpbrennslu, en gögn sýna að ráðuneytið hóf þá vinnu árið 1997; á sama tíma og Hollustuvernd biðlaði til stofnunarinnar um rannsókn á díoxínmengun. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ráðuneytið hafi brugðist í málinu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur, sem birt var í vikunni, kemur fram að á árunum fyrir 2000 hófst mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að meta mengun af völdum díoxíns í íslenskri náttúru. Sumarið 1997 óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð frá Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, um hugsanlega díoxínmengun frá málmbrennslum á Íslandi. Ástæðan var skýrsla um mælingar á mengun á norðurheimsskautssvæðinu þar sem látið var að því liggja að díoxínmengun þar gæti átt uppruna sinn að rekja hingað til Íslands. Hollustuvernd taldi ekki ástæðu til að ætla að svo væri en hins vegar væri full ástæða til víðtækrar úttektar á menguninni frá íslenskum fyrirtækjum. Voru þar sorpbrennslur tilgreindar sem helsti mengunarvaldurinn. Ráðuneytið óskaði eftir tillögum frá Hollustuvernd um úttekt og kostnaðaráætlun. Hann var metinn fimmtán milljónir fyrir mælingar á landi, sjó og í lofti fyrir allt landið. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, segir ljóst að stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að ganga úr skugga um hversu mikil díoxínmengunin væri frá sorpbrennslunum. „Kostnaðurinn við það er ekki svo mikill að hann geti talist fyrirstaða. Ef það hefði verið gert fyrir árið 2000, þegar slík rannsókn á landsvísu var mest til umræðu, hefði það getað breytt áherslum umhverfisyfirvalda. Það kemur hins vegar fyrst í ljós árið 2011 hvort við sluppum fyrir horn eða hvort við þurfum að taka okkur verulega á og endurskoða þessa hluti frá grunni." Samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum lognaðist umræða um nauðsyn díoxínmælinga út af á aldamótaárinu. Þess í stað lögðu umhverfisyfirvöld ofuráherslu á að sækja um undanþágu frá tilskipun ESB um sorpbrennslu, en gögn sýna að ráðuneytið hóf þá vinnu árið 1997; á sama tíma og Hollustuvernd biðlaði til stofnunarinnar um rannsókn á díoxínmengun. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ráðuneytið hafi brugðist í málinu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira