Móðir lét vita af ofnæmisvaldi í köku 12. maí 2011 06:00 Í búðinni Alla jafna er innihaldslýsing vöru ítarleg enda löggjöf sem kveður á um hvernig að henni skuli staðið orðin nokkurra ára gömul. Nokkur misbrestur hefur hins vegar reynst á að ofnæmis- og óþolsvalda sé getið. Fréttablaðið/Valli Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merkingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir tíðari fregnir af innköllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algengur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinnum frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim-toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftirlit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfsfólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Sérstakt átak Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits með merkingu ofnæmisvalda í matvöru hefur skilað sér í aukinni árvekni neytenda. Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, segir tíðari fregnir af innköllunum matvæla hafa gert það að verkum að fólk fylgist betur með og ábendingum til stofnunarinnar hafi fjölgað. Ríflega tveir þriðju hlutar allra innkallana Matvælastofnunar á matvöru það sem af er ári eru vegna ófullnægjandi innihaldslýsingar. Þá er yfir helmingurinn til kominn frá því í aprílbyrjun þegar eftirlitsátakið til að fylgjast með merkingum matvæla hófst. Meðal nýlegra innkallana má nefna kjúklingasúpu frá Ektafiski þar sem hveitis var ekki getið í innihaldslýsingu, en það er algengur ofnæmisvaldur. Sama átti við um innköllun á Gunnars kokteil-, hamborgara-, sinneps-, graflax- og Dijon hunangssósum. Þá skorti á að í kassa með íspinnum frá Emmessís, merktum Topp 5, væri getið um óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur) sem er að finna í Daim-toppum. Alvarlegt jarðhnetuofnæmiskast drengs sem flytja varð á sjúkrahús varð til þess að móðir hans lét vita af því að Kryddkaka frá bakaríinu Hjá Jóa Fel væri ekki rétt merkt. Í kjölfarið kannaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur málið og lét kalla inn vöruna. Jónína segir annars allan gang á því hvað verði til þess að vara sé innkölluð, hvort það sé eftirlit heilbrigðiseftirlits, ábendingar einstaklinga eða heilbrigðisstarfsfólks þar sem hægt hefur verið að greina uppruna ofnæmiskasta. Á vef Matvælastofnunar er áréttað að til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi, eða -óþoli, sé mikilvægt að tryggja að fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla. Fjöldi innkallana vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum hafi orðið til þess að stofnunin hafi á vef sínum birt sérstaka upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda og leiðbeiningar um hvernig beri að merkja þá á matvörum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent