Vilja að Vatnsberinn verði í Austurstræti 12. maí 2011 06:45 Vatnsberinn í Austurstræti „Þar sem borgarstjóri hefur bæði óskað eftir styttu af konu í miðbæinn og lýst yfir áhuga á að færa Vatnsberann má hér alla vega slá þrjár flugur í einu höggi,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar.Samsett mynd/Vilhelm Borgaryfirvöld vinna nú að því að flytja höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður í miðbæ þar sem henni var upphaflega ætlaður staður árið 1949. Þegar Vatnsberinn var pantaður hjá Ásmundi var listaverkinu ætlaður staður á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Þegar höggmyndin var tilbúin spruttu hins vegar upp miklar deilur þar sem margir töldu myndina sem var gefin af konunni með vatnsföturnar einfaldlega ljóta. „Hún var sögð of digur, herðasigin og ekki nógu leggjalöng,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs um flutning styttunnar, sem endaði í Litluhlíð í Öskjuhlíð árið 1967 eftir að hafa fram að því staðið við vinnustofu listamannsins við Sigtún. „Nú skilur fólk almennt hvernig listamaðurinn túlkar erfiði alþýðufólks með því að láta átökin og þyngslin umbreyta formgerð líkamans,“ segir hins vegar í greinargerðinni. „Nú er lag að leiðrétta þetta og bjóða Vatnsberann heim í miðbæinn úr útlegðinni,“ segir áfram í greinargerðinni, þar sem stungið er upp á því að Vatnsberinn verði á miðju Austurstræti þar sem nú er ekið inn í götuna frá Lækjargötu „til að gefa í skyn að gatan sé fyrir fótgangandi“. Meirihlutinn í skipulagsráði hefur samþykkt flutning styttunnar fyrir sitt leyti en fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá. Í menningar- og ferðamálaráði segist meirihlutinn ekki leggjast gegn hugmyndinni en vill að verkið sé fært frá götunni svo „það líti ekki út eins og vegatálmi“. Sjálfstæðismenn í ráðinu sátu hjá og sögðu í bókun að þótt margt jákvætt væri við að flytja styttuna lægi ekki fyrir nógu greinargóð mynd af því hvar hún yrði staðsett og umhverfi í kringum hana háttað. Mörgum spurningum væri ósvarað. „Fram hefur komið að setja eigi styttuna niður til reynslu í eitt ár og því muni gefast tími til að endurskoða þá hluti betur síðar. Hins vegar telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að vanda eigi til verksins nú, vilja sjá betur útfærðar hugmyndir ekki síst vegna þess að oft er hætta á því að bráðabirgðaframkvæmdir standi mun lengur óbreyttar en til stóð í upphafi,“ bókuðu sjálfstæðismenn í menningar- og ferðamálaráði. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Borgaryfirvöld vinna nú að því að flytja höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður í miðbæ þar sem henni var upphaflega ætlaður staður árið 1949. Þegar Vatnsberinn var pantaður hjá Ásmundi var listaverkinu ætlaður staður á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Þegar höggmyndin var tilbúin spruttu hins vegar upp miklar deilur þar sem margir töldu myndina sem var gefin af konunni með vatnsföturnar einfaldlega ljóta. „Hún var sögð of digur, herðasigin og ekki nógu leggjalöng,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs um flutning styttunnar, sem endaði í Litluhlíð í Öskjuhlíð árið 1967 eftir að hafa fram að því staðið við vinnustofu listamannsins við Sigtún. „Nú skilur fólk almennt hvernig listamaðurinn túlkar erfiði alþýðufólks með því að láta átökin og þyngslin umbreyta formgerð líkamans,“ segir hins vegar í greinargerðinni. „Nú er lag að leiðrétta þetta og bjóða Vatnsberann heim í miðbæinn úr útlegðinni,“ segir áfram í greinargerðinni, þar sem stungið er upp á því að Vatnsberinn verði á miðju Austurstræti þar sem nú er ekið inn í götuna frá Lækjargötu „til að gefa í skyn að gatan sé fyrir fótgangandi“. Meirihlutinn í skipulagsráði hefur samþykkt flutning styttunnar fyrir sitt leyti en fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá. Í menningar- og ferðamálaráði segist meirihlutinn ekki leggjast gegn hugmyndinni en vill að verkið sé fært frá götunni svo „það líti ekki út eins og vegatálmi“. Sjálfstæðismenn í ráðinu sátu hjá og sögðu í bókun að þótt margt jákvætt væri við að flytja styttuna lægi ekki fyrir nógu greinargóð mynd af því hvar hún yrði staðsett og umhverfi í kringum hana háttað. Mörgum spurningum væri ósvarað. „Fram hefur komið að setja eigi styttuna niður til reynslu í eitt ár og því muni gefast tími til að endurskoða þá hluti betur síðar. Hins vegar telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að vanda eigi til verksins nú, vilja sjá betur útfærðar hugmyndir ekki síst vegna þess að oft er hætta á því að bráðabirgðaframkvæmdir standi mun lengur óbreyttar en til stóð í upphafi,“ bókuðu sjálfstæðismenn í menningar- og ferðamálaráði. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira