Fjölbreyttir raftónar Trausti Júlíusson skrifar 27. apríl 2011 10:30 The Optimist með Steve Sampling. Tónlist The Optimist - Steve Sampling. The Optimist er fjórða plata Steve Sampling. Síðasta plata, Milljón mismunandi manns, sem kom út síðla árs 2009, var hip-hop upptökustjóraplata þar sem Steve sá um taktana, en hópur rappara skiptist á að sýna listir sínar í mismunandi lögum. The Optimist er annarrar gerðar. Á henni eru engir textar, bara raftónlist og smá röddun á stöku stað. Steve kann þá list að búa til flotta stemningu og er sterkur í trip-hop deildinni. Nafnið á fyrsta lagi plötunnar, Entroduction, má skilja sem tilvísun í eitt helsta meistaraverk þeirrar tónlistar, Entroducing með DJ Shadow. En Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni. Niðurstaða: Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Hægt er að kynna sér hana nánar á Gogoyoko.com. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist The Optimist - Steve Sampling. The Optimist er fjórða plata Steve Sampling. Síðasta plata, Milljón mismunandi manns, sem kom út síðla árs 2009, var hip-hop upptökustjóraplata þar sem Steve sá um taktana, en hópur rappara skiptist á að sýna listir sínar í mismunandi lögum. The Optimist er annarrar gerðar. Á henni eru engir textar, bara raftónlist og smá röddun á stöku stað. Steve kann þá list að búa til flotta stemningu og er sterkur í trip-hop deildinni. Nafnið á fyrsta lagi plötunnar, Entroduction, má skilja sem tilvísun í eitt helsta meistaraverk þeirrar tónlistar, Entroducing með DJ Shadow. En Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni. Niðurstaða: Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Hægt er að kynna sér hana nánar á Gogoyoko.com.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira