Gosrisarnir teiknuðu upp hillurnar hvor fyrir annan 21. apríl 2011 06:00 Svona á að gera þetta Þessi Spaceman-teikning hefur hangið í goskælinum í Hagkaupi á Eiðistorgi. Hún er merkt Ölgerðinni. Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira