Mikilvægt að við drögum úr óvissunni 21. apríl 2011 07:00 Árni páll Hálfur sigur er unninn, segir efnahags- og viðskiptaráðherra sem bíður eftir lánshæfismati Standard & Poor‘s.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins. Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s. Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið. Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast. Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir. „Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jab Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
„Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins. Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s. Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið. Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast. Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir. „Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jab
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent