Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum 20. apríl 2011 06:45 Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent