Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar 20. apríl 2011 20:15 Húsið brann fyrir nokkrum árum síðan. Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. Fyrirtækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysahættu og sjónmengun stafa af húsinu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komnar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerðar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfirvöld líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu færast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldursgötu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magnús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. Fyrirtækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysahættu og sjónmengun stafa af húsinu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komnar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerðar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfirvöld líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu færast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldursgötu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magnús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira