Fiskveiðikerfið ekki í aðgerðapakkanum 31. mars 2011 05:30 Bíða eftir pakkanum Stjórnvöld munu kynna aðgerðapakka til að liðka fyrir kjaraviðræðum og blása í glæður efnahagslífsins.Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira