Áhrif Icesave ofmetin 31. mars 2011 06:00 Tómas Ingi Olrich Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“ Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira