Jón mætti ekki á fund með SA og LÍÚ 30. mars 2011 07:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulífinu að fá fund með þessum þremur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaupmannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norðurlandaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauðlindir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmannahafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherrans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samningaviðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkisvaldsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráðherra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mætti ekki til fundar sem hann hafði verið boðaður á með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forystumönnum Samtaka atvinnulífsins og útvegsmanna síðdegis á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom fjarvera Jóns á fundinum samráðherrum hans á óvart, en mikil áhersla hafði verið lögð á það mánuðum saman af hálfu forsvarsmanna í atvinnulífinu að fá fund með þessum þremur ráðherrum saman til að ræða áformaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Heimildir Fréttablaðsins herma að fulltrúar SA og Landssambands íslenskra útvegsmanna hafi verið mættir til fundar við ráðherrana þegar kom upp úr dúrnum að Jón Bjarnason væri farinn til Kaupmannahafnar á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Norðurlandaríkja, en fundarefnið er samstarf ríkjanna um erfðaauðlindir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra munu hafa gert ráð fyrir að Jón mætti til fundarins, en fréttu utan að sér að hann væri farinn til Kaupmannahafnar. Fjarvera sjávarútvegsráðherrans og þau svör sem fengust af hálfu hinna ráðherranna munu vera ein meginástæða þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að lokakafla samningaviðræðna við Alþýðusambandið um nýjan kjarasamning hafi verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að óvissa væri um aðkomu ríkisvaldsins að mörgum málum, þar á meðal sjávarútvegsmálum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að boð um þennan fund lægi ekki fyrir í ráðuneytinu. „Það var enginn slíkur fundur haldinn hér í ráðuneytinu né heldur að það liggi fyrir hér boð um slíkan fund. Hafi verið ákveðið að halda slíkan fund eftir að ráðherra fór utan er auðvitað ekkert við því að segja, en það má benda á að utanfarir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa ekki verið margar á síðustu misserum og þetta er hans fyrsta utanferð á þessu ári.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira