Lífið

Þorsteinn Joð fann útrásarmatarstellið

Þorsteinn Joð fann síðasta púslið í heimildarmynd sína um veitingastaðinn Iceland Food Center, fyrsta útrásarævintýri Íslendinga.
Þorsteinn Joð fann síðasta púslið í heimildarmynd sína um veitingastaðinn Iceland Food Center, fyrsta útrásarævintýri Íslendinga.
„Ég hafði uppi á þeim sem hafði keypt allt dótið þegar það kom til landsins haustið 1968 og svo hringdi í mig dóttir eins úr stjórninni sem átti eina fjórtán diska, bolla og grunna diska úr stellinu. Úr því varð svo líka viðtal sem styrkir mjög lokakafla myndarinnar," segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Þorsteinn unnið að gerð heimildarmyndar um fyrsta útrásarævintýri Íslands, veitingastaðinn Iceland Food Center, sem var opnaður í London árið 1965 og átti að sigra breska bragðlauka. Þorsteinn var kominn með öll púsl sínar hendur fyrir utan matarstell veitingastaðarins sem virtust hafa gufað upp eftir að hafa verið sent með Goðafossi til Íslands árið 1968. En nú er stellið sem sagt komið í leitirnar og heimildarmyndin nánast tilbúin til sýningar, hún verður frumsýnd um páskana á Stöð 2.

Myndin er að mestu leyti byggð á gögnum sem Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur fann í skjalasafni Ríkisins, reikningar, myndir og bréf.

„En myndin er líka samanburður á tveimur gerólíkum heimum, Reykjavík 1965 og svo London 1965, og hvað þessi hættulega blanda af mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd getur leikið okkur hart."

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×