Handbolti

Hildigunnur úr leik í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildigunnur Einarsdóttir Verður ekkert meira með á þessu tímabili.
Fréttablaðið/anton
Hildigunnur Einarsdóttir Verður ekkert meira með á þessu tímabili. Fréttablaðið/anton
Deildarmeistarar Vals í N1-deild kvenna urðu fyrir miklu áfalli í vikunni þegar Hildigunnur Einarsdóttir meiddist illa á hné á æfingu. Hún verður af þeim sökum ekkert með Valskonum í úrslitakeppninni sem hefst eftir aðeins eina viku.

„Það eru 99 prósent líkur á að þetta sé krossbandaslit. Hún verður ekkert með í úrslitakeppninni,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins.

„Það var ein mínúta eftir af æfingunni og hún var að finta. Systir hennar ökklabrotnaði í fyrra þannig að þetta leggst á sömu fjölskylduna,“ sagði Stefán sem segir Hildigunni hafa spilað mjög vel í vetur. „Hún hefði örugglega farið inn í landsliðið í vor og hún stefndi líka á það að fara út þannig að þetta er gríðarlegt áfall. Hún kemur samt örugglega sterkari til baka,“ segir Stefán. Valsliðið fékk aðeins á sig tæplega 19 mörk að meðaltali í deildinni og þar var Hildigunnur vel liðtæk.

„Við þurfum að finna einhverja lausn við brotthvarf hennar því hún er búin að vera lykilmaður í okkar vörn. Við eigum enn þokkalega möguleika á titlinum en þetta er áfall fyrir okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×