Draumurinn rættist 18. mars 2011 04:00 Góður dagur Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, og Tryggvi Jón eftir sigurleik liðsins gegn Arsenal á laugardaginn var.Mynd úr einkasafni Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent